Ragnheidur Jónsdóttir
Listferill Ragnheiðar Jónsdóttur (f. 1933) er samofinn hlutverki hennar sem móður og uppalanda enda speglast sú reynsla hvað eftir annað í verkum hennar. Hún er einn atkvæðamesti fulltrúi grafíklistar hér á landi og í hópi þeirra fáu kvenna sem létu málefni femínismans til sín taka þegar rauðsokkahreyfingin var upp á sitt besta í byrjun áttunda áratugarins. Sjálf gerir Ragnheiður ekki mikið úr hlutverki sínu sem formælanda aukins jafnréttis og segist 'bara hafa setið í sínum fílabeinsturni og unnið í grafíkinni'. Þessi fílabeinsturn var heimili hennar en þaðan átti hún sjaldan heimangengt, því listamaðurinn var heimavinnandi húsmóðir með fullt hús af börnum. Í umræddum turni urðu þó þekktustu og umdeildustu myndir Ragnheiðar til, eins og til dæmis kjólamyndirnar, sem vöktu hörð viðbrögð á sínum tíma.

Þegar Ragnheiður hóf listferil sinn byggðust myndir hennar á hreinum formalisma í anda abstrakt-kynslóðarinnar. Síðar kom frásögnin inn í myndlist hennar, samfélagsleg og oft pólitísk, eins og myndir frá kvennafrídeginum 1975 og Kjarvalsstaðadeilunni um svipað leyti bera með sér. En þrátt fyrir að verk Ragnheiðar hafi visst pólitískt yfirbragð kvennréttindabaráttu og jafnvel kjarnorkuvár yfirtekur boðskapurinn aldrei hið listræna markmið.

Ef til vill má nálgast inntak þessara verka með merkimiðum á borð við súrrealískur femínismi eða femínískur súrrealismi, en tertu- og túlípanakonur eru ágætt dæmi þar um. Sama má segja um hina undarlega lifandi óléttukjóla eða grafíkseríuna af bókum, eins og 'Homage au Halldór Laxness' (1984), sem bruma skapahárum á arfleifð ritjöfursins. Ragnheiður vinnur gjarnan í myndaröðum og býr sú röð sem kennd er við árin 2001 til 2005 (1975) yfir ógnvekjandi táknmynd um ofurmannlegt afl sem leysist skyndilega úr læðingi. Í annarri myndaröð, sem listakonan vann út frá Völuspá á árunum 1991-92, lýsir hún tilkomu ragnaraka þegar sól sortnar og fold sígur í mar en við taka ósánir akrar nýrra og bjartari tíma.

Í upphafi níunda áratugarins lagði Ragnheiður ætinguna til hliðar vegna skaðsemi þessarar tækni fyrir heilsuna. Það kom þó ekki niður á list hennar því hinar stóru kolateikningar sem hún hefur unnið á síðustu árum buðu upp á sjálfsprottnari og kröftugri vinnubrögð í samræmi við þróun hennar til æ óhlutbundnara myndmáls. Ragnheiður er ef til vill fyrst og fremst teiknari andrúms og vídda sem eru undirliggjandi en ekki dagljósar. Áferð kolateikninganna er um margt áþekk silki sem blaktir á mörkum hins orðna og óorðna og umvefur áhorfandann í dansandi hillingum ljóss og skugga.
Graphics come of age
The exhibition of Ragnheiður Jónsdóttir at the Nordic House by Aðalsteinn Ingólfsson1976
On Pictorial Art
Ragnheiður Jónsdóttir’s Exhibition in the Nordic House. 1976
A Message of Social Criticism
by Ólafur Kvaran
Personal symbols and social issues: Graphic Artist Ragnheiður Jónsdóttir
by Aðalsteinn Ingólfsson
Ragnheiður Jónsdóttir
by Aðalsteinn Ingólfsson 1978
Ragnheiður Jónsdóttir
by Benkt Olén 1980
The Fluttering of the Butterflies
by Aðalsteinn Ingólfsson 1990
Ragnheiður Jónsdóttir’s places: Iceland gallery Haag 1992
by Aðalsteinn Ingólfsson
The Drawing and the Mind’s Mess
by Jón Proppé 1994
Gerdasafn 1996
artists
critics
gallery
central
office
icelandic
e-mail