|
|||||||||||
Liggjandi Berlin (1995) / Gerðuberg (1996) Á gangstéttinni lágu 12 ljósmyndaportrett (50 x 50 cm) sem límd voru á hellur. Vegfarendur gengu hjá hröðum skrefum. Þeir voru á leið til vinnu, að versla inn, heim til sín. Úti á götu var hávaði. Þessi staður einkennist af óróleika og óöryggi. Fólkið á ljósmyndunum er hins vegar fullkomlega rólegt enda hjúpað öryggi heimilisins. Ég heimsótti vini og kunningja og bað þá að leggjast á gólfið í herberginu sínu og reyna að ná friði og sálarró eftir annríki dagsinns. Ég tók myndirnar ofan frá. Viðkomandi liggur afslappaður, saklaus og óvarinn. Síðan festi ég þessar myndir á gangstéttarhellur og bar þær út á götu. Í mörgum verka minna tefli ég saman prívatsvæðum og almenningssvæðum. Ég heimsótti gamalt fólk; ættingja og vini. Hjá gömlu fólki finnur maður fyrir heima elementinu í mun þéttari mynd en hjá yngra fólki. Eru það hlutirnir sem safnast í kringum það í gegnum árin? Eða hefur það að gera með fólkið sjálft og áruna í kringum það sem þjappast saman með árunum? Ég bað þetta fólk að að sýna mér sinn uppáhaldsstað í íbúðinni. Staðinn þar sem það situr oftast og líður best . Recline Berlin (1995) / Gerduberg (1996) The concrete pavement was covered by 50 x 50 cm photographs. Pedestrians passed hurriedly by. They were going to work, going shopping, or on their way home. There was much noise on the street; it is a frantic space. I photographed people in a reclining position from above. They are lying on the floor in their living rooms. They feel comfortable in this environment. They are relaxed and they are looking into the distance. On the pavement they are vulnerable and unprotected. What does it really mean: "Home?" I find it interesting as a moment of intimacy, an instantaneous moment of well-being, like a certain chair in a particular corner. |
|||||||||||
|