Scroll for english version
Ósk Vilhjálmsdóttir
Hringur
Menningarmiðstöðin Gerðuberg, 1994


Ég vildi kynnast ljósmyndum með eigendum sínum. Fylgjast með því hvað gerist við slík stefnumót. Ná trúnaði eigendanna, gægjast inní prívatlíf þeirra. Upplifa ljósmyndir sem eitthvað dýrmætt. Upplifa ástandið; heima og heiman. Ég heimsótti fólk sem ég þekki í Berlín og á það sameiginlegt að vera aðkomufólk, eins og ég sjálf. Ég fékk þetta fólk til að sýna mér þær myndir sem það tók með sér að heiman og segja mér frá því sem á þeim væri á eigin móðurmáli. Sumum vafðist tunga um tönn, höfðu ekki talað sitt eigið tungumál svo árum skipti. Ég var vopnuð vídeókameru og hljóðupptökutækjum. Hjá öllum kom upp viss tregi og söknuður yfir horfinni æsku; heimkynnin, gamlir vinir, fjölskyldan ... Í rauninni var ekki nauðsynlegt að skilja tungumálið, maður skildi samt.

Útúr litlu herbergi heyrðust raddir tala í lágum hljóðum. Stundum töluðu allir samtímis, stundum aðeins ein eða tvær, af og til ríkti þögn. Herbergið var rökkvað og þegar inn var komið gaf að líta hringborð með 6 stólum umhverfis. Á borðinu var hvítur nævurþunnur dúkur og á honum kaffibollar, vatnsglös, öskubakkar, en fyrir framan hvert sæti lágu fjölskylduljósmyndir. Í gegnum þunnan dúkinn sáust vídeómyndir á þremur mónitorum sem felldir voru inní borðplötuna. Þær sýna hendur í líkamsstærð sem fletta í gegnum ljósmyndir. Raddirnar koma úr litlum flötum hátalara sem felldur var inní miðju borðplötunnar.Circle
The Cultural Center of Gerduberg, 1994

From a room, voices were heard speaking in tongues. It was as if a conversation was taking place. Sometimes only one voice was heard, sometimes all the voices simultaneously, and in between silence reigned. Upon entering the room one saw a large table surrounded by chairs. The room was dimly lit. The table was covered with a thin white tablecloth; there were coffee cups and astrays on top of it and in front of each chair there were family photographs. Through the thin tablecloth pictures could be seen on three video-screens, which were encased in the table. Three screens depicted life-size hands leafing through individual photographs. The voices emanated from a small loudspeaker that was encased in the middle of the table

I visited acquaintances in Berlin, who are foreigners in spite of their residence. They showed me photographs that they had brought from their home country. They spoke in their mother tongue, which some of them no longer master completely. Their stories turned out to have nostalgic overtones and I experienced a sense of sorrow over the loss of home and friends. I recorded the conversation and videotaped the hands that browsed through the photographs.
artists
critics
gallery
central
office
icelandic
e-mail