Ósk Vilhjálmsdóttir
Skyggnilýsing
Gallerí Ingólfstræti 8, desember 1996

Ég valdi 80 myndir úr slidesmyndasafni mínu, héðan og þaðan, en allt saman innimyndir (þær eru mun óalgengari en útimyndir). Í glugga gallerísins var komið fyrir þunnri hvítri plastfilmu. Galleríinu var lokað en vegfarandur gátu virt fyrir sér skyggnimyndasýningu í glugganum í þessum dimmasta mánuði ársins. Sumir vegfarendur hægðu á sér og nutu þess að gerast gluggagægir í miðri jólatraffíkinni. Aðrir hröðuðu sér hjá.
artists
critics
gallery
central
office
icelandic
e-mail