Scroll for english version
Ósk Vilhjálmsdóttir
20/9: Sunday, we got up unusually early. The weather is magnificent. Few people are around. The world is clean and innocent like a new born child. We are alone.

10/10: We drove to her place, ate caprese and drank some wine. She was very sad and cried. I put my arms around her and said something nice.

20/11: We have no children.

10/1: Yesterday I called again and we had a long conversation.

10/5: Nothing constrains the body. I am wearing a white bathrobe and have masturbated three times tonight. H left on Saturday. It is Thursday evening and still light outside. Birds can be heard singing.
Fiskar drekka ekki vatn
Mokka / Gropiusbau, March 1996


Hluti skyggnimyndanna í Ráðhúsinu var áður til sýnis í Berlín. Eftir að hafa hangið þar í nokkurn tíma upplituðust þær vegna sólarljóssins. Að lokum hefðu litirnir horfið alveg og þá fólkið líka og hlutirnir sem myndirnar eru af. Við völdum næstum fjörutíu myndir fyrir Mokka sýninguna og renndum þeim í gegnum sjálfvirka framköllunarvél sem prentaði þær á pappír. Við römmuðum þessar myndir inn og skrifuðum texta undir hverja þeirra í dagbókarstíl. (Ósk og Hjálmar Sveinsson.)

Myndirnar í Martin Gropiusbau voru áður hluti af sýningu í Berlín (‘Gluggi’); þær héngu í hálft ár í stórum glugga, þar sem þær upplituðust, dofnuðu og hefðu á endanum horfið alveg. Ég valdi 450 skyggnur úr þessari sýningu af handahófi, lét stækka þær og prenta á pappír (20 x 30 cm). Myndirnar voru framkallaðar, prentaðar og skornar í sjálfvirkum vélum. Þær eru ekki frá neinu sérstöku tímabili. Ég bjó til nýja stóra heildarmynd úr þessum undarlega litu ljósmyndum. Ég gekk til verks líkt og málari að striga og lagði mig fram við að sniðganga innihald myndanna en ganga einungis út frá lit og formi.


The Loss of Meaning
by Halldór Björn Runólfsson

Photographs have long since become a part of our culture in the widest of meanings. This uncanny medium works like an extension of ourselves and tells of all the most important things that happen to us in our personal lives as well as our public lives. The range of the photograph is so enormous that no one can fathom everything that has been transcribe onto the silver paper or the shadow side of the film. Every year millions of photographs are slurped out of developing liquid all over the world. These photos are as different as the people are many who take them. The reasons for their coming into being are infinitely varied. In terms of meaning the photograph is like life itself: it can tell you everything and nothing. It can be an inspiration to one person and a closed book to another.

It is with these facts in mind that Ósk Vilhjálmsdóttir puts together her found color slides; pictures that people have for some reason thrown away. Because photographs affect people so differently, the photo collection of one person may have no intrinsic value to someone else. Heirs and relatives often throw away the photo collection of the deceased because of a lack of personal connection to the images that their parents may have cared so deeply about. Thus a pile of photography "trash" is generated which no one cares to own, it seems, except Ósk Vilhjálmsdóttir and her co-worker, Hjálmar Sveinsson. The artist has gathered ten thousand such slides and arranged them into something resembling a stained glass window. Thus the south window at the Reykjavik City Hall, where the large map usually stands, is covered by Ósk's colored slides. When the sunlight comes through the window the photos light up and reflect a beautiful correlation of colors onto the floor. At night, however, it is the light from within the room that lights up the color slides and reflects the correlation of colors out. It goes without saying that the slides are sensitive to the light of the sun, which in the beginning begot them. With time they loose their color and fade until all that they stood for is blotted out and disappears forever. Ósk's stained glass window is thus highly ephemeral: it's longevity depends mostly on the darkness.

On the walls of Mokka, Ósk mounted an assortment of almost 30 photos from her slides collection which she had blown up and put on paper. Included were short texts by Hjálmar Sveinsson, such as phrases from a diary, on an off-white paper strip below each photo. Each photo, along with text, is nicely framed within a natural wooden frame. The colors of the photos have lost their original hues but instead have gained the exaggerated color tones of autumn leaves. In fact, one could surely say, that the colors of autumn have thus entered into Ósk's pictorial flora. At Mokka the feeling of complete anonymity of the photo is even more distinct than at City Hall. Instead of the realism of the slides through the magnified beauty of the sunlight, we are faced with expressionistic coloration and the total abstraction of meaning.
And similarly to the jokes of artist Richard Prince, Hjálmar's texts bear no relationship to the images; the personal photo has, just like the personal diary, lost all meaning. Thus the private world is smothered in senselessness.

This anonymous photographic world is not far removed from the realistic repetitions of Kristinn E. Hrafnsson's rivers on view at Gallery Ingólfsstræti 8. Like many of his contemporaries, Kristinn deals with the shaping-up of the Icelandic landscape tradition so it may be of some use in contemporary art. The anonymity of the rivers and beaches do nothing to change the credibility of the images. The characteristics are delicately carved in granite to form a delicate play of lines. One of the larger works is based on a poem by Gyrðir Elíasson, called: "Journey along a beach." In these works Kristinn poses the question of how objects gain or loose their meaning. What controls the meaning of what we see?

Ósk Vilhjálmsdóttir and Kristinn E. Hrafnsson are both concerned with the problem of how signification is manufactured by our environment. Art, more than ever before, is at pains to find meaning and examine the limits of that which we take for granted. It is as if it were fighting for it's life against the fact that the meaning is nowhere to be found. All meaning is dependent on our interpretation. If we don't build meaning into the world it will not answer our questions. Things of relevance do not seem to have an independent existence — except in art, fairy-tales and legends.

(A review in the National Radio in March, 1996.)



 

Takmörk hins marktæka
eftir Halldór B. Runólfsson

Ljósmyndir eru fyrir löngu orðnar sjálfsagður hluti í menningu okkar í víðtækasta skilningi. Þessi lítt höndlanlegi miðill virkar eins og framlenging af sjálfum okkur og vitnar um allt hið markverða sem hendir okkur á einkasviðinu sem og hinu opinbera. Umfang ljósmyndarinnar er svo ómælt að enginn getur náð utan um allt það sem skráð er á silfurlitann pappírinn eða skuggahlið filmunnar. Á hverju ári sullast milljónir ljósmynda úr framköllunarvölvum um allan heim. Þessar ljósmyndir eru innbyrðis jafn ólíkar og fólkið er margt sem tól þær. Ástæðurnar fyrir tilurð þeirra eru óendanlegar og óhöndlanlegar. Merkingarlega er ljósmyndin eins og lífið sjálft: hún getur sagt allt og ekkert, verið einum sem uppljómun en öðrum lokuð bók.

Það er með þessa staðreynd í huga sem Ósk Vilhjálmsdóttir setur saman fundnar litskyggnur sem fólk hefur af einhverjum ástæðum fleygt. Vegna þess að ljósmyndir höfða svo misjafnlega til manna er myndasafnið sem einn hefur sankað að sér öðrum einskis virði. Erfingjar fleygja gjarnan safni látinna aðstandenda sökum lítilla persónulegra tengsla sinna við myndefni sem foreldurum þeirra var ef til vill hjartans mál. Þannig verða til haugar af ljósmyndaúrgangi sem enginn kærir sig um nema Ósk Vilhjálmsdóttir og Hjálmar Sveinsson samstarfsmaður hennar.

Listakonan hefur safnað saman tíu þúsund slíkum litskyggnum og raðar saman í það sem einna helst líkist steindum gluggum. Þannig er suðurglugginn í Ráðhúsi Reykvíkinga, þar sem landakortið stóra er alla jafna, þakinn litskyggnum Óskar. Þegar sólarljósið brýst gegnum gluggann birtir yfir myndunum og þær endurkasta fegurstu litasambönumum inn á gólfið. Á kvöldin er það hins vegar lýsingin innan dyra sem birtir upp litskyggnurnar og varpar litbrigðunum út. Það þarf varla að taka það fram að skyggnur eru næmar fyrir sólarljósinu sem gat þær í upphafi. Með tímanum glata þær lit sínum og bleikjast uns allt sem á þeim stóð hvíttast upp og hverfur. Steindur gluggi Óskar er því forgengilegur: hann á langlífi sitt einna helst undir skammdeginu.

Á veggjum Mokka hangir svo tilviljanakennt úrtak nærfelt 30 mynda úr litskyggnusafni Óskar sem hún hefur látið stækka upp og færa á pappír. Með fylgja smátextar eftir Hjálmar Sveinsson eins og dagbókarbrot á kremaðri pappírsræmu undir hverri ljósmynd. Sérhverri mynd ásamt texta er haganlega fyrirkomið í náttúrulegan viðarramma. Saman myndar uppsetningin afar fallega heild. Þar koma til undirfagrir litir myndanna sem misst hafa sinn upprunanlega lit en öðlast í staðinn ýkta tóna eins og haustlauf. Reyndar má segja með sanni að þar séu komnir haustlitir í ljósmyndaflóru Óskar. Á Mokka er tilfinningin fyrir fullkomnu nafnleysi ljósmyndarinnar enn skarpari en í Ráðhúsinu. Í stað upphafinnar fegurðar sólarljóssins er hér lögð áhersla á merkingarleysi frásagnarinnar og fullkomin almennan impressíónisma þesssara raunsæu verka sem ekkert segja. Texti Hjálmars er heldur ekki tengslum við myndefnið, ekki frekar en brandarar bandaríska listamannsins Richard Prince hafa nokkuð að gera með restina af verkinu. Í krafti ofgnóttar og offramleiðslu hefur hin persónubundna ljósmynd líkt og persónubundinn dagbókartextinn glatað allri merkingu. Þannig er einkaveröldin ofurseld markleysinu.

Þessi nafnlausi myndheimur er eins og raunsæ endurtekning á viðfengi Kristins E. Hrafnssonar í Gallerí Ingólffstræti 8. Eins og margir samferðamann hans fæst Kristinn við að umbreyta íslenskri landslagshefð í viðunandi horf svo hægt sé að endurnýta hana í list samtímans. Nafnleysi fljótanna og strandlínanna breyta engu um trúverðugleik myndefnisins. Kennileitin eru grafin í graníthellurnar með viðkvæmum hætti svo úr verður afar fínlegt línuspil. Stærra verkið af þessum toga er byggt á ljóði eftir Gyrði Elíasson og heitir: ‘Farið með strönd’. Í þessum verkum spyr Kristinn sig hvernig fyrirbærin öðlast merkingu eða glati henni. Hvað er það sem stjórnar merkingu þess sem við sjáum?

Ósk Vilhjálmsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson eru dæmi um listamenn sem velta fyrir sér inntaki hluta í umhverfi okkar. Þörfin fyrir að velta upp merkingu og kanna takmörk hins marktæka brennir á listinni sem aldrei fyrr. Það er engu líkara en að hún rói lífróður gegn þeirri staðreynd að merkingin liggur hvergi á lausu. Öll merking er háð þeim skammti af inntaki sem við sjálf hvert og eitt kjósum að gefa hlutunum. Ef við hlöðum ekki tilveruna merkingu svarar hún ekki spurningum okkar, hið markbæra virðist ekki lifa neinu sjálfstæðu lífi nema í listum, ævintýrum og goðsögum.

(Pistill fluttur í Ríkisútvarpinu í mars 1996.)

10/9: The shadows reached above the slopes and the mountain became dark.
10/8: Yesterday she called again and we had a long conversation.
artists
critics
gallery
central
office
icelandic
e-mail