Scroll for english version
Ósk Vilhjálmsdóttir
Gluggi
Ráðhús Reykjavíkur, mars 1996

Sýningin í Ráðhúsinu samanstóð af 10.000 slidesmyndum. Þær þöktu hluta af suðurglugga Tjarnarsalar þannig að dagsljósið sem kom inn í salinn skein í gegnum þær. Þegar dimmdi snerist það við, því þá kom ljósið að innan og varpaði myndunum út á tjörn. Þetta eru ‘notaðar’ myndir, þær koma úr dánarbúum og eru keyptar hjá skransölum. Myndirnar sýna heilu ævirnar; skírnarveislur, afmælisveislur, fermingarveislur, brúðkaup, jól, ferðalög, jarðafarir, barnabörn og barnabarnabörn. Þetta eru prívat sögur dregnar út úr myrkrinu fram í dagsljósið. Maður þurfti reyndar að ganga þétt upp að glugganum til að sjá hvað er á hverri mynd. Úr svolítilli fjarlægð leystust þær upp í endalaust litaflæði.

Hugmyndin á bak við sýninguna er einföld. Myndirnar eru ekki teknar af listamönnum heldur venjulegu fólki. Sýningin var tilraun til að endurvekja og endurlífga allar þessar myndir sem búið var að fleygja. En eftir að þær hafa hangið uppi í nokkurn tíma taka þær að upplitast vegna sólarljóssins. Upphaflegu litirnir breytast í andstæðu sína; grænt í rautt osfrv. Að lokum hverfa litirnir og útlínurnar mást út - rétt eins og fólkið sem myndirnar eru af.

Fyrstu ljósmyndirnar voru nefndar „heliografie“ sem þýðir „teiknað af sólu“. Hugmyndin var sú að finna upp tækni til að gera myndir þar sem náttúran teiknaði sjálfa sig og óstyrk mannshöndin kæmi hvergi nærri. Myndirnar, sem hér voru til sýnis, lokuðu hringnum ef svo má segja. Þær eru „afteiknaðar“, útmáðar af sólu. Sólin bæði gefur og tekur - eins og guð.


The Window
Reykjavik City Hall, March 1996

Ten thousand slides were posted on window panes. During the daytime light shone through the slides into the room. When it became dark, light from within the City Hall projected the slides to the outside. The exhibition was comprised of „used” slides, family photographs from private collections. I found them at a Berlin flea market. It is strange that one can buy such private and intimate things and become a witness to the most private family stories. But at the same time I discovered that these intimate motives form a familiar refrain as the same family events had repeatedly been photographed; baptism, birthdays, weddings, children, Christmas, travels, friends, funerals, grandchildren and great-grandchildren. One had be close to the window in order to discern the individual motives of the photographs. At a distance they dissolved into a sea of colours.

After six months most of the slides had been bleached by the sunlight. In many cases the colours had been transformed into their complementary ones, red became green, etc. If one allows this process to continue, the motives eventually disappear completely from the slides. They become pictures that have not been „drawn” by the sunlight, but obliterated by it.

artists
critics
gallery
central
office
icelandic
e-mail