Scroll for english version
Ósk Vilhjálmsdóttir
Geysir fyrir herbergishita

Musée de d'Art Moderne de Ville de Paris
Scènes Nodiques, janúar 1998

Ég hóf minn feril sem málari. Ég var í málaradeildinni í MHÍ og hélt áfram að mála í Berlín af miklu kappi en komst á endanum í þrot og leitaði nýrra leiða innan malerísins. Ég kóperaði til að mynda verk gömlu meistaranna: málaði ‘Sofandi Venus’ eftir Giorgione aftur og aftur. Ég fór að spekúlera í endurtekningu, fjölföldun og í framhaldi af því að íhuga muninn á ljósmynd og málverki.

Sem leiðsögumaður um hálendi Íslands vakti athygli mína hversu stóran sess myndavélin skipar. Fólk hreyfir sig í landslagi með linsu fyrir augum og minnir að mörgu leiti á veiðimann í leit að bráð. Ég fór að velta fyrir mér ólíkum veruleikaplönum. Er ljósmyndin skynfæri? Verður Hekla fyrst raunveruleg þegar hún birtist á slidesmyndatjaldinu í stofunni heima? Hvenær er maður hvar? Hvað er frummynd og hvað eftirmynd? Ég tók bæði myndavélina og vídeókameruna með í ferðir og vann síðan vídeóinstallasjónir úr þessum tökum.

‘Geysir fyrir herbergishita’ er vídeólúpa án upphafs og endis sem sýnir sjóðandi vatnshver gjósa á rauntíma. Ferðamenn safnast í kringum hann og reyna að festa gosið á mynd en það útheimtir þolinmæði og snerpu, því hverinn getur verið dyntóttur og stríðinn. Það væri eftir honum að gjósa nákvæmlega á meðan verið er að slá burtu flugu eða að hvíla handlegginn. ‘Geysir fyrir herbergishita’ er fáanlegur í formi kassettu og er hugsaður til heimabrúks fyrir þá sem vilja njóta reglubundinna gosa við herbergishita. Jafnvel á köldu vetrarkvöldi.



Nuit Blanche
Musée de d'Art Moderne de Ville de Paris
Scènes Nordiques, January 1998

Ósk Vilhjálmsdóttir‘s ‘Room Temperature Geyser’ (1996) is a narrative work which shows a hot spring shooting out of the ground in real time. The tourists who have gathered around it try to capture the eruption on film but such an attempt requires both patience and speed, for a geyser can be capricious, a real tease. The scene is shot with a static camera, with no concern for the spectacle. What interests the artist is not so much the eruption of the famous geyser as the ritual of human behaviour in the face of a natural phenomenon. The human figures are seen from a distance and nearly always have their back to us: virtually immobile, waiting (eight minutes), they seem gradually to lose all personality, and the process of reification grows stronger with each repetition.

(Gunnar B. Kvaran)



The Boiling Curve

At sea level water boils at 100°C, but at higher altitudes the boiling point becomes lower as the air pressure decreases. Conversely, the boiling point is raised with increasing pressure, as exerted by a column of water. This relationship is known as ‘the boiling curve’. The temperature of water under hydrostatic pressure, deep in the earth's crust, may be up to several hundred degrees centigrade. From chemical studies it has been calculated that the temperature of the deep geyser reservoir is around 260°C.

artists
critics
gallery
central
office
icelandic
e-mail