Ívar Brynjólfsson
Ljósmyndin er hugsun

Ljósmyndin er tilraun til að sýna það ósýnilega líkt og röntgenmyndir eða strikamerki. Hvað er í myndinni sem við sjáum en greinum ekki? Ljósmyndir sýna fyrst og fremst það sem við hugsum. Hugsun ljósmyndarans er þar á meðal. Ljósmyndir eru því ekki það sem við sjáum heldur það sem við hugsum. Og ekkert annað þar sem myndin hefur enga merkingu utan mannlegrar tilveru. Ljósmyndin er hins vegar alltaf önnur sýn, önnur sýn á það sem við ekki sjáum. Við sjáum ekki með augum ljósmyndarans, en við höfum aðgang að augum og hugsun hans í gegnum ljósmyndina.

Mér virðist sem að stundum gleymist að ljósmyndin getur ekki lifað án mannsins og hefur enga merkingu utan manlegrar tilveru. Ljósmyndin er í þeim skilningi forgengileg líkt og myndefni sem tilheyrir liðinni tíð á sömu stundu og myndin er kláruð. Og líkt og tíminn vinnur á manneskjunni, vinnur tíminn á skilningi hennar á myndefninu. Það sem vex þrífst á því sem undan hefur látið. Tíminn vinnur því ekki eingöngu á efnislegri tilvist myndarinnar heldur einnig á merkingu hennar. Ljósmyndarinn stendur aftur á móti utan við lýsandi orð myndarinnar. Myndin er lýst hugsun hans og verður kannski aldrei það sem hann ætlaði sér í hugum þeirra sem sjá myndina. Það er því ekki nóg að sjá með augum ljósmyndarans. Hann býður okkur upp á margræða einföldun á ferhyrndum fleti. Orðin hjálpa til við að einfalda þessa margræðni.

Fram á þenna dag hefur Íslendingum verið tamt að umgangast ljósmyndir líkt og þær eigi sér ekki fleiri líf en eitt og snúist eingöngu um myndir sem „eittvað sjáist á“. Ljósmyndir af engu eru hins vegar ekki til og ljósmyndin á sér ótal líf á sama tilverustiginu því sama myndi hefur oft margvíslega merkingu innan sama menningarsvæðis. Á það jafnvel við fyrir sama manninum. Sé litið til eldri ljósmynda sést t.d. að þær eiga sér eilíft líf og vafalaust hafa margar þeirra gengið í gegnum mörg tilverustig. Verið handfjatlaðar af nokkrum kynslóðum og notaðar í ólíku samengi í gegnum tíðina. Það er hugsunin sem gerir ljósmyndina að því sem hún er.


Sigurjón Baldur Hafsteinsson, mannfræðingur
í tilefni af sýningu Ívars Brynjólfssonar í Gallerí Ingólfsstræti 8, ágúst 1998

Lanscape - Earth Works
Gallery Saevar Karl, January 1994
No Icelandic photographer has fought more vigorously against the temptations of commercial photography than Ívar Brynjólfsson. His exhibitions differ radically from those of his colleagues. In his pictures, structural discipline and clear and original vision goes hand in hand. He picks out difficult subjects and avoids cheap solutions at every turn.
Pictures from the Presidential Campaign
Gallery Ingólfsstraeti 8, August 1996
Ívar Bryjólfsson's photographs are not about equipment, not about skill or virtuosity. They are not about affecting us emotionally, informing us or impressing on us the value of things. They are not about content or symbols. It is photography in a very indeterminate state, evasive and elliptical. It leaves one with an uneasy feeling, as if something is missing or has been lost, but what is lost is a meaningful correspondence between the photographic image and our beliefs about the things the image reveals to us.
Pictures from Gardabaer
Gallery Hornid, April 1997
We are faced with a grim reality. Dilapidated buildings, graffiti and barren strips of lava is matched by a chilling sense of stagnation. The icy image is augmented by the winter conditions evident in the pictures and the harsh tonal contrasts. This desolate view runs understandably against the idea of how we would like to see our own home turf presented — sun-drenched and colorful as the tourist guidebooks would have it — but it rings just as true.
An interview with
Ívar Bryjólfsson, 1997
Many find contemporary music extremely boring and turn off the radio or switch to another channel as soon as they hear it. But you must be patient if you want to learn how to appreciate it. The same holds true about contemporary fine art photography; it demands that you slow down and look at it differently from movies, magazines or newspapers.
artists
critics
gallery
central
office
icelandic
e-mail