Finnur Arnar Arnarson
Finnur Arnar er fæddur í Reykjavík 25. desember árið 1965. Eftir skyldunám hóf hann nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og útskrifaðist þaðan árið 1986 af félagsfræðibraut. Finnur vann eitt ár á barnaheimili en hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur við útskrift. Hann hóf störf í Þjóðleikhúsinu sem „proppsari“ árið 1992 og síðan sviðsmaður en hefur starfað sem myndlistarmaður frá árinu 1994.   


Starfsferill sem myndlistamaður og sviðshönnuður

1987-1991
Stundaði nám, fyrst í skúlptúrdeild en síðan í fjöltæknideild Myndlista og handíðaskóla Íslands. Gerði verkið „Is it More Fun Painting a Window or Digging a Hole as an Artist?“

1992
Einn af þeim sem stóðu að óháðu listahátiðinni „Loftárás á Seyðisfjörð“.

1992
Vann verkið „Good Old Days“ ásamt Þorkatli Atlasyni.

1992
Vann verk ásamt Þorkatli Atlasyni. (Innsetning í borg byggð á veggspjöldum.)

1992
Hélt sýningu á tröppum Þjóðleikhússins í tilefni af Laxnesshátíð í Þjóðleikhúsinu. (Verið velkomin.)

1992
Vann verk ásamt Þorkatli Atlasyni. (Innsetning á fjalli. Fyrir-eftir.)

1992
Hannaði mína fyrstu leikmynd fyrir útskriftarbekk Leiklistaskóla Íslands við verkið „Clara S“ eftir Elfriede Jelinek. Leikstjóri: Óskar Jónasson.

1993
Fyrsta einkasýningin á Mokka. (Mokka)

1993
Tók þátt í samsýningunni „11 myndlistamenn“ í Nýlistasafninu.

1993
Hannaði leikmynd við söngleikinn „Hárið“ sem sýndur var í Íslensku óperunni. Leikstjóri: Baltasar Kormákur.

1994
Tók þátt í samsýningunni „Outlawed“ sem haldin var í London í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. (Til sölu.)

1994
Hannaði leikmynd við söngleikinn „West Side Story“ sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu. Leikstjórar: Karl Ágúst Úlfsson og Kenn Oldfield.

1995
Hannaði leikmynd við leikritið „Himnaríki: geðklofinn gamanleikur“ eftir Árna Ibsen sem sýnt var í Hafnafjarðarleikhúsinu Hermóður og Háðvör. Leikstjóri: Hilmar Jónsson.

1995
Tók þátt í skúlptúrsýningu á vegum Listasumars á Akureyri. (Appelsínutré.)

1995
Samsýning á Kjarvalsstöðum sem hét „Einskonar hversdagsrómantík“. (Er ekki hversdagleikinn dásamlegur.)

1995
Hannaði leikmynd við barnaleikritið „Kardemommubærinn“ sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir.

1995
Sýndi ásamt þremur öðrum íslenskum myndlistarmönnum í Gallerí Neptún í Rotterdam. (Skrapp frá.)

1996
Samsýning í Menningarmiðstöð Grindavíkur. (Skrapp að redda hinu og þessu.)

1996
Tók þátt í samsýningunni „8 dvergar“ á vegum Listasumars á Akureyri. (Launaseðill.)

1996
Átti verk ágústmánaðar í gallerí Hlust á vegum galleríkeðjunar Sýnirými. (Lagið við vinnuna.)

1996
Sá um myndskreytingu í bókina „Fiskar í ám og vötnum“. Útg. Landvernd.

1996
Hannaði leikmynd við verkið „Birtingur“ sem Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör setti upp og hlaut menningarverðlaun DV. Leikstjóri: Hilmar Jónsson.

1996
Tók þátt í sýningunni „Tukt“ í Síðumúlafangelsinu. (Skrapp fram.)

1996
Hélt mína aðra einkasýningu í neðri sölum Nýlistasafnsins.

1997
Hannaði leikmynd fyrir Leikfélag Akureyrar við verk Halldórs Laxness „Vefarinn mikli frá Kasmír“. Leikstjóri: Halldór E. Laxness.

1997
Hannaði leikmynd við verkið „Að eilífu“ eftir Árna Ibsen í uppsetningu Hafnafjarðarleikhússins. Leikstjóri. Hilmar Jónsson.

1997
Sýndi á samsýningunni „Opin sýning“ í Nýlistasafninu. (Fuck the system.)

1997
Átti verk á samsýningunni „Uppskera“ á Akureyri. (Hugsjón.)

1997
Var listamaður ágústmánaðar í Gallerí Barmi. (Internationalinn.)

1997
Sýndi á samsýningunni „Kaffihúsasögur“ á kaffihúsinu Sólon Íslandus. (Getur heil þjóð orðið af aurum api.)

1997
Hannaði leikmynd fyrir Galdrakarlinn í Oz sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri Kenn Oldfield 

1997
Tók þátt í sýningunni „Myndlist fyrir Íslendinga“ í Hafnarhúsinu. (Óskabarn þjóðarinnar.)

1998
Hannaði leikmynd við verkið „Síðasti bærinn í dalnum“ eftir Loft Guðmundsson sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikstjóri Hilmar Jónsson. 

1998
Var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir leikmyndahönnun.

1998
Hannaði leikmynd fyrir Herranótt MR við verkið „Vorið kallar“. Leikstjóri Hilmar Jónsson.

1998
Fékk starfslaun til sex mánaða frá menntamálaráðuneitinu sem myndlistarmaður.

1998
Hannaði leikmynd fyrir Nemendaleikhúsið við verkið „Uppstoppaður hundur“ sem sýnt var í Lindarbæ. Leikstjóri Hilmar Jónsson.

1998
Tók þátt í listahátíðarsýningunni „Flögð og fögur skinn“ í Nýlistarsafninu. (Karlmenn.)

artists
critics
gallery
central
office
icelandic
e-mail