Ómar Stefánsson

“Og Guð talaði öll þessi orð og sagði: Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkurar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðunni.” II Mósebók 20, 1 , 4 og 5.

Í íslömskum sið er bannað að gera eftirmyndir af náttúrunni, fólki og dýrum, hvað þá Guði. Er slíkt álitið sýna hroka gegn Guði og því synd. Einungis má gera útflúr og mynstur (lögin voru sett fyrir tíma smásjárinnar ), en færir íslamskir teiknarar gerðu mynstur sem úr fjarlægð sýndu myndir af dýrum. Mynd sem þó var ekki mynd og þar af leiðandi engin synd. En hvað sem því líður þá er ég með á þessari sýningu eina höggmynd, „Ferðasparagmos“, nokkurs konar þrívíddarflatleikhús lífrænna forma sem gerir ráð fyrir tilfinningalegri og verklegri þátttöku áhorfandans tilraun til þess að yfirfæra ábyrgðina á listaverkinu yfir á almenning með lýðræðislegum vinnubrögðum.

Reyndar er þetta ekki mynd af neinu heldur frekar eins og sýni úr náttúrunni. Einnig málverk, myndir sem þó eru ekki myndir því myndir af hlutum og fólki eru ekki myndir af hlutum og fólki heldur útflattir litir og form, flatleikhús. Ferningar færast og á þeim nærast þríhyrningar. Allt fer þetta í hringi, gula bláa og rauða eins og rafeindir hringsnúast í atóminu og blekkja augað í ljósinu. Þetta eru myndirnar: „Dómur í helvíti“, „Það sem raunverulega er að gerast“, „Trúarstríð á jörðu“ og „Stríð á himni“, málaðar 1998, auk nokkurra nýlegra smámynda.
listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail