Þorvaldur Þorsteinsson
og Linda Pétursdóttir

Slökun

Þegar þú hefur komið þér fyrir í þægilegri liggjandi stöðu andaðu djúpt nokkrum sinnum. Þú finnur hvernig líkaminn mýkist smátt og smátt. Og svo hugsarðu þér að þú andir að þér slökuninni. Á hverri innöndun dregurðu slökunina að þér í gegnum iljarnar þínar. Láttu hana sáldrast upp eftir fótleggjunum og upp í mjaðmirnar, finndu hvernig bakið og axlirnar þínar bráðna niður í dýnuna. Og slökunin flæðir fram í handleggina, hendurnar, fram í hvern fingurgóm. Þú leiðir slökunina upp hálsinn, upp í andlitið, mýkir varirnar þínar, augun, ennið. Og þú finnur þessa undursamlegu mýkt í öllum líkamanum. Og þú ætlar að dvelja aðeins hér, aðeins hér. Láttu tilverun bíða þín. Og þegar hugsanirnar koma sem þær eflaust gera, þá breytir þú þeim í hvíta, mjúkja skýjahnoðra sem þú sendir burtu með vindinum. Þú hugleiðir á ljósið, hið gullna ljós alverunnar, sólina sjálfa. Og þú finnur hlýja geislana umvefja þig. Hugsaðu þér að þú fyllir líkamann þinn af þessari gullnu birtu. Finnur kærleikann og öryggið. Og innra með þér býr kyrrðin, djúp og tær. Láttu hana umvefja líkamann þinn og sálina þína.

ADH
listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail