Ilmur María Stefánsdóttir

Texti úr bókinni Flögð og fögur skinn

Lungnakrabbamein

Nýjasta vonin í krabbameinslækningum eru svokallaðar genalækningar. Með rannsóknum hefur uppgötvast að umbreyttar veirur geta nýst sem ferjur sem flytja heilbrigð gen inn í frumur. Fyrst eru veiktar kvefveirur, svokallaðar víxlveirur (retróveirur), sem innihalda RNA, látnar inn í frumu. Veiran notar svo ensímið víxlrita (reverse transcriptance) til að umrita RNA sitt yfir á DNA þegar inn í frumuna er komið. Þetta DNA kvefveirunnar er svo innlimað í litninga hýsilfrumu. Hýsilfruman er eitilfruma sem tekin hefur verið úr æxli krabbameinssjúklings. Með þessa DNA-viðbót er eitilfrumunni sprautað aftur inn í blóðrás sjúklingsins. Vegna heimilisviðtaka fer eitilfruman sem tekin var úr æxlinu aftur inn í æxlið og kallar þar fram tilætluð viðbrögð. Genabreyttu eitilfrumurnar geta haft margvísleg áhrif eftir því hvernig þær eru genabreyttar. Þær geta til dæmis framkallað frumudauða æxlisfrumnanna þannig að æxlið eyðist. Í öðrum tilfellum getur genabreytingin haft þau áhrif að æðakerfi æxlisins hættir að starfa og æxlið deyr. Margar aðferðir í genalækningum koma til greina fyrir krabbameinslækningar. Nú þegar er verið að gera tilraunir með sumar þeirra á sjúklingum og miklar vonir bundnar við þær þó enn séu ekki farnar að birtast neinar niðurstöður.

listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail