Hlynur Helgason

Um leið og vér vígjum þessa nýju bókabúð Máls og menningar viljum vér biðja þess að þar megi einatt sitja í fyrirúmi virðing fyrir bókum, ást á bókum, að á bækur verði aldrei litið sem kalda verzlunarvöru heldur aflgjafa og líf“ (TMM 4/1961).

Þá og löngum síðar hefur því verið haldið fram að húsið hafi að einhverju leyti verið reist fyrir sovéskt fé (Rúblan). Eins og komi i ljós við rannsóknir Jóns Ólafssonar í sovéskum skjalasöfnum fyrir nokkrum árum, hlaut MM styrki til útgáfu á sovéskum bókmenntum á íslensku á árunum í kringum 1960. Þeir styrkir sem heimildir eru til um hefðu skammt dugað til húsbygginga, en auðvitað er ekki útilokað að fleira eigi eftir að koma á daginn.

Uppúr miðjum sjötta áratugnum er Almenna bíkafélagið stofnað, borgaralegir menntamenn hverfa frá MM og kalda stríðið setur æ meiri svip á íslenskt bókmenntalíf, því til mikils tjóns. Órannsakað er hversu stór hlutur útgáfufyrirtækjanna var í því stríði en í fljótu bragði virðast flokksblöðin og stjórnmálaforingjar ekki hafa átt minni þátt. Á sjöunda áratugnum var Mál og menning ekkert úgáfulegt stórveldi og gaf t.d. ekki út mjög marga íslenska höfunda fagurbókmennta. Þrátt fyrir nokkra afbragðsmenn hafði félagið á því sviði aldrei það afl sem því er stundum ætlað í seinni tíma skrifum.

Kristni Andréssyni skjátlaðist herfilega í pólítískum efnum, eins og auðséð er nú og ráða má af því að hann hélt tryggð við Sovétríkin allt til dauðadags og sótti þangað um eftirlaun. Það væri hins vegar fráleitt að meta allt bókmenntastarf hans út frá þessri afstöðu, og skrif hans um bókmenntir – þar sem fremst fer bókmenntasaga hans frá árinu 1949 – bera vitni glöggskyggni, hrifnæmi og góðri yfirsýn. Það er svo önnur saga að kanna af hverju Mál og menning ýmist missti af eða missti frá sér marga af þeim merku höfundum sem komu fram um og eftir 1960. Kannski er mikilsverðasta framlag félagsins á sjöunda áratugnum tímarit þess sem birti, ekki síst fyrir tilstuðlan Sigfúsar Daðasonar, afar forvitnilegt efni úr deiglu tíðarandans.
Kristinn E. Andrésson stýrði Máli og menningu allt til ársins 1971, en hann lést tveim árum síðar. Eftir það urðu nokkur umskipti og átök um félagið sem víða var fjallað um. Löngu síðar má kannski segja að þau hafi snúist um ólíkar hugmyndir um framtíð félagsins: Annars vegar sú hugmynd að það gæti áfram haft sérstöðu meðal íslenskra útgáfufyrirtækja, hugmyndafræðilega sem rekstrarlega. Hins vegar sú sýn að félagið væri orðið bókaútgáfa en eins og aðrar bókaútgáfur, og yrði að haga starfi sínu eftir því. Hvernig sem það lagðist í menn þá, varð síðari kosturinn ofan á. Mál og menning á nú sérstöðu sína undir stjórnendum sínum, einsog aðrar bókaútgáfur. Aðstaða þeirra er þó sérstök að einu leyti: Mál og menning er í eigu sjálfeignarstofnunar, og þótt það verði auðvitað að virða leikreglur markaðarins og vera rekið með hagnaði, þarf það ekki að skila eigendum sínum arði, peningarnir verða jafnan eftir í fyrirtækinu til uppbyggingar og útgáfu.

Úr „Brot úr langri sögu“ eftir Halldór Guðmundsson,
í aukahefti Tímarits Máls og menningar 1997

Verslunarglugginn er eins og meðvitundin, hvorki eitt né annað, hvorki úti eða inni, hvorki umheimurinn eða sálin. hann er andlit búðarinnar, ósjáandi, ætlaður til þess að draga fólk til sín, tæla það. Listaverkið tælir líka, eins og verslunarglugginn, og áhrif þess aukast ef tælingarmátturinn er meiri. En listaverkið mælir fyrir sig sjálft, það tælir sjálfs sín vegna, í tælingunni er falið innihaldið. Glugginn er hinsvegar fulltrúi annars, hann tælir fólk til inngöngu í heim verslunarinar, hann hvetur fólk til að koma inn fyrir sig, til að kaupa það sem hann sýnir, til að eignast það sem er á bak við táknin sem hann birtir (Listaverkið selur stundum líka, en það er ekki tákn fyrir vöruna heldur er það varan sjálf). Á bak við verslunargluggan er búðin, full af dýrðlegu góssi. Á bak við listaverkið er ekkert – nema ef skyldi vera óskilgreindur listamaður í fjarlægð (Í galleríglugganum hrynur munurinn, þar verður litaverkið í glugganum tákn fyrir varninginn fyrir innan).

Hlynur Helgason: Hugleiðing um verslunarglugga.

listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail