Helga Kristrún Hjálmarsdóttir

Hún átti að hitta þau eftir tuttugu mínútur. Hún stóð fyrir framan spegilinn: „Ég get ekki látið sjá mig svona, þá kemst allt upp“. Hún varð að vera óaðfinnanleg. Hún klæddi sig í kjólinn og setti upp andlit nr. 3.

Hvernig getur fólk verið svona heimskt. Það hafi sagt að hún væri svo falleg, sakleysisleg og góðleg. Hún fékk þó það sem hún vildi. Hún klæddi sig úr líkamshlífinni, tók andlitið niður og hló eins og híena.

Andlit nr. 1: vörn gegn daglegu áreiti.
Andlit nr. 2: Veitir aukna öryggistilfinningu og betri vörn.
Andlit nr. 3: Notist ef mikið þarf að hylja. 100 prósent virkni.
listamenn
gagnrýni
gallerí
miðstöð
stofa
enska
e-mail