Gunnar Karlsson

Ef kynkirtlarnir þroskast of snemma og verða ofjarlar hóstakirtilsins, nær maðurinn ekki fullum vexti. Sérstaklega verða þá fótleggir stuttir, því að þeir taka seint vöxtinn út, og verða að stækka meira en aðrir líkamshlutar ef unglingurinn á að ná stærðarhlutföllum fullorðinna. Þeir sem þroskast óvenjulega snemma, verða oftast lágir og gildvaxnir, en höfuðið tiltölulega stórt. Það er ekki fátítt að afburðamenn séu þannig vaxnir. Napóleon stjórnaði herskörum sínum og var að leggja heiminn undir sig, þegar flestir jafnaldrar hans sátu á skólabekkjum. Hann stóð á tindi frægðar sinnar og veldis um þrítugt, og svipað má segja um fleiri gildvaxna menn. Goethe, Beethoven, Richard Wagner, Edison og margir aðrir afburðamenn voru allir þéttir á velli.

Fritz Kahn
Bókin um manninn
listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail