Finnbogi Pétursson

finnagaldur fiðluboga péturssonar


spilverk
af holdi og blóði
spiladósir
úr beinum og brjóski

fara skref fyrir skref og
skref fyrir skref
fara skref fyrir skref og
skref fyrir skref

gegnum þrívíðan keðjusönginn

meðan iðrin á inntali
sneiða hjá ytra eyranu

hinn innri maður
hlustar á sjálfan sig
heyrir eyru sín hlusta

á nið brisins
á grát miltans
á þyt lungnanna
á söng nýrnanna
á slátt háræðanna
á hvísl lifrarinnar
á brak tauganetsins
á muldur smágirnisins

og svo framvegis
svo framvegis
framvegis
o.sv.fr.
sv.fr.
fr.

Sjón

listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail