Bjarni Sigurbjörnsson

Endurholdgun

Skófatnaður hefur ekki einungis notagildi heldur ber hann smekk eigandans vitni. Að því leytinu til eru skór fegrunarform fóta um leið og þeir hlífa viðkvæmu skinni. Öll finnum við hversu iljar okkar eru næmar við notkun skótaus. Skórnir jagast til og afmótast við notkun og fótaburð notanda. Þannig afbakast formið og sú afmyndun er form sem er gjörningur í sjálfu sér. Hann getur skoðast sem skráning á notkun eða sýnt ferli manneskjunnar sem afmyndar skóformið. Einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þeirri afskræmingu er hann veldur á því formi sem hann velur með bestu vitund í byrjun. Þannig er hægt að sjá notaða skó sem blöndu af því hvernig einstaklingur vill líta út og því sem hann raunverulega er.

Sauðkindin er orðin úrelt á Íslandi en fjallalambið á miklu fylgi að fagna. Skyldi sauðkindin vera afmyndað fjallalamb? Eða er fjallalambið afbökun á einhverju sem hefði getað orðið sauðkind? Gamlir skór einstaklings eru eins og sauðókindin í minningu íslensku þjóðarinnar. Rollan hélt lífi í okkur en vegna ofnotkunar og slits brenglaðist fótaburður þjóðarinnar. Sjá má fjallalambið eins og endurholdgun þjóðernishyggju og sýnir hvernig það er að vera frjáls Íslendingur í hreinu landi. Fæðan skapar manninn og maðurinn fæðuna. Og ekki skaðar að fegra skrokkinn með örlitlu sílikoni.
listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail