Aðalsteinn Stefánsson
og Lena Paaske

Hættir maður einhvern tíma að vera forvitinn um sinn eigin líkama, eða gerist það bara að maður verður svo vanur líkama sínum að þar er ekkert lengur til að uppgötva? Þegar þú svo lítur vandlega á líkama þinn þá tekurðu eftir því að hann er ekki sá sami og áður, eitthvað hefur breyst síðan þú skoðaðir síðast. Þú rannsakar breytinguna, skoðar nánar. Þú skoðar yfirborðið, bygginguna og munstrið. Þú horfir inn í gegnsæja húðina og verður meðvitaður um líkama þinn sem hlut. Hugur þinn er innan í, þú skoðar: Húð, blóð, taugar, frumur, þinn eigin sársauki og nautn, ljós og myrkur, efni sem er lifandi. Þú uppgötvar eitthvað í sjálfum þér sem þú hefur ekki séð áður. Þú kemur sjálfum þér á óvart. Með því að gefa myndavélinni hlutverk hnífsins eða að færa myndavélina yfir líkamann til að skera út viss svæði, upplifir maður ekki einungis þá tvíræðu tilfinningu fyrir persónunni, sem veru og sem hlut, heldur getur það leitt mann inn í annan og nýjan heim.
listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail