Finnur Arnar Arnarson
Hugsjón (1997)

Það er hollt að eiga sér hugsjón. Eiga sýn á framtíðina og draum um eitthvað sem manni finnst skipta máli. Hugsjónin er óeigingjörn og snýst um annað og meira en líf hugsjónamannsins sjálfs eða hans nánustu. Hver sem hún er þá færir hún hugsjónamanninum lífskraft og löngun til að lifa lífinu. Hugsjónin mótar lífsviðhorf manns á afgerandi hátt og getur jafnvel orðið að lífsstíl. Sumir lifa fyrir hugsjónir sínar og þeir eru til sem hafa fórnað lífinu fyrir þær. Við þurfum hugsjónamenn sem sjá í framtíðinni fólgið tækifæri.  


Ideals

It is necessary to have an ideal, hope for the future and a dream about something that really matters. To have an ideal is to believe in something more than oneself. Whatever the ideal may be, it gives us power and strength to go on. Some people live for their ideal and some have even died for it. We need more idealists.

Frá samsýningunni ‘Uppskera’ sem fram fór á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga sumarið 1997.

From the out-door group exhibition near Akureyri, Northern-Iceland, in 1997.

listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail