Finnur Arnar Arnarson
Óskabarn þjóðarinnar (1997)

Jón Sigurðsson er sjálfstæðishetja okkar Íslendinga. Með hugsjónina að vopni tókst honum að frelsa þjóðina undan aldalöngu ofríki Dana. Íslendingar hafa verið sjálfstæð þjóð síðan 1944 og margt hefur gerst á þeim tíma sem liðinn er síðan það gerðist. Ofsahröð þróun hefur sett mark sitt á land og þjóð og oft hefur kapp verið meira en forsjá. Hversu sjálfstæð getur lítil þjóð úti í miðju Atlandshafi orðið? Íslendingar horfa til útlanda eftir fyrirmyndum oft gagnrýnislaust og rökin fyrir breytingum er einfaldlega sú að þannig séu hlutirnir í útlönum og þannig hljóti þeir því líka að eiga að vera hjá okkur. Það er hlutverk þeirra sem við stjórnvölinn sitja hverju sinni að sameina þjóðina í sameiginlegri hugsjón sem varðar framtíð sjálfstæðrar þjóðar. 


The National Hero of Independence

Jón Sigurdsson is the undisputed hero of Iceland. His visions freed Iceland from the Danish crown that lead to the country's independence in 1944. But is the nation really independent? Icelanders follow the examples of other nations without thinking about the consequences of what they are imitating. We need politicians with higher visions than the gross national income.

Frá samsýningunni ‘Myndlist handa Íslendingum’ í Hafnarhúsinu 1997.

From the group exhibition "Art for Icelanders" at the Hafnarhúsid, Reykjavik, in 1997.

listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail